16.2.07

Simpsons

„If only we had known that iPods would unite and overthrow the very humans they used to entertain...“

15.2.07

Upphaf og endir


Það var eitthvað dálítið fallegt við það að sitja í strætóskýli hérna utan við berklaendurhæfinguna gömlu, undir lok síðustu næturvaktarinnar minnar, og bíða eftir Morgunblaðsbílstjóranum, sem renndi í hlaðið örlítið seinna en vanalega (á meðan ég var dálítið fyrr á ferðinni en yfirleitt), og heyra hann biðjast afsökunnar á því hvað hann væri seinn - hann væri nefnilega að byrja í þessu.

Tók einhver eftir því að þetta var ein setning?

(Ég stal þessari mynd héðan. Hún tengist textanum lítið sem ekkert. Mér þótti bara óviðeigandi að hafa mynd af mér og Ástu undir þessari fyrirsögn.)

1.2.07

Á heimleið


Á morgun sezt ég í flugvél og held heim á leið. Það verður þó stutt gaman, því ég mun snúa aftur til Íslands á þriðjudag, og eyða hér þremur vikum í yfirlæti foreldra minna. En Ljósvallagatan er svo laungu að baki, að líklega er best að stroka út kirkjugarðinn úr titlinum.
Ég hefst handa við að blogga á ný í síðasta lagi annan dag martsmánaðar. Hugsanlega flækjast hér inn orð og bókstafir þangað til. Og jafnvel myndir með.
Sæl að sinni.

Rollerblades at night