31.1.06
Líkamning í bínaríkóða
Það er eitthvað kitlandi við það að birtast í bloggtextum annarra, jafnvel þó maður sér aldrei nefndur á nafn. Sjálfhverfan á eftir að ganga af mér dauðum, það var svosum aldrei spurning um annað.
Upprisa eða bara afturganga...
Það er líklega fátt sem sýnir jafn vel hvað maður er veiklundaður og það að maður komi skríðandi til baka í bínaríheima. Blogg skal það vera, aftur. Enn eina ferðina.
Skil ekki af hverju ég þarf alltaf að vera með yfirlýsingar. Líklega væri ég samt snauð persóna án þeirra. Og líklega tækju fleiri mark á mér, en til hvers þá það?
Skil ekki af hverju ég þarf alltaf að vera með yfirlýsingar. Líklega væri ég samt snauð persóna án þeirra. Og líklega tækju fleiri mark á mér, en til hvers þá það?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
-
„Menn gætu svo ímyndað sér hvernig væri að vera í Hafnarfirði ef sprengjum myndi rigna yfir Mosfellsbæ.“ Eitthvað hálftruflandi við þetta.
-
Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri. Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleiku...