31.7.06

Af NFS

„Menn gætu svo ímyndað sér hvernig væri að vera í Hafnarfirði ef sprengjum myndi rigna yfir Mosfellsbæ.“

Eitthvað hálftruflandi við þetta.

30.7.06

Að sjá og upplifa

Að vissu leyti er ég ekki frá því að mér finnist alveg jafn merkilegt að sjá stórtónleika á borð við þessa sem Sigur Rós er að halda að á Klambratúni núna, í sjónvarpinu, í stað þess að vear á staðnum. Maður sér allskyns hluti sem maður hafði ekki áttað sig á, og sjónvarpið gefur manni stemningsmyndir sem ómögulegt væri að ná ef maður sæti bara meðal áhorfendaskarans.
En upplifun af svona tónleikum er líklega eitthvað sem maður verður að gera að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Svolítið eins og með fótboltann. Maður sér leikina miklu betur í sjónvarpinu, en verður eiginlega að upplifa leik einu sinni (eða tvisvar) á ævinni.

Spámannslíki

Mér skilst það á fólki að ég sé ekkert ólíkur vitfirringnum sem ég lýsti svo fallega fyrir nokkrum mánuðum síðan. Að minnsta kosti segir fólk að ég líkist honum í útliti.

29.7.06

Hermikráka

Sjónvarpsþáttur í anda Jools Holland, þar sem einhver í líkingu við Óla Palla stýrir fjörinu. Íslenskar hljómsveitir og einstaka útlenskar gestasveitir (Ísland er í tízku, sjónvarp er miðlun ímyndarinnar, að tengja saman ímynd og land í tízku er töff).
En ég meina, þetta gæti alveg gengið. Ég myndi líka horfa. Það er fyrir öllu.

Metamessaging

Afritun eldri samtala inn í samtöl sem eru að eiga sér stað í þeim tilgangi að leiða samtalið sem er að eiga sér stað, er upplyfting.

28.7.06

Ég horfi of mikið á sjónvarp

Ég veit ekki hvort er skelfilegra eða meira truflandi, sú staðreynd að ég skuli hlæja með öllum dósahlátrinum í sjónvarpsþáttum eða geta flautað stefið að Tveimur og hálfum manni.

27.7.06

Simpsons

- Whatever happened to please and thank you?
- I think they killed each other. You know, one of those murder-suicide things.

26.7.06

„Obviously doctor, you've never been a thirteen year old girl.“

Mér finnst þessi mynd frábær, þó hún hafi verið bezt í fyrsta skiptið sem ég sá hana. Tónlistin verður hinsvegar bara betri í hvert skipti sem ég hlusta á hana.

Pönk var það heillin!

Mig langar í nýju plötu Reykjavíkur!

Enn meira af mat

Létt jarðarberjajógúrt, án viðbætts sykurs en með sætuefni, er líklegasta eitt það ógirnilegasta sem ég hef séð í mataríláti.

Samt bragðast hún ekkert illa.

Taki það til sín sem eiga það

Gripið niður í færzlu frá 25. maí, 2003:

„Mér entist þessi tvöfalda helgi ansi vel, en neyddist til þess að standa í leigubílaröðinni ansi lengi, jafnvel of lengi með hliðsjón af því að ég stóð þar einn, og leiðinlegt fólk sem ég þekkti ekki að tala um kjánalega hluti og leggja út drögin að draumum sem eiga aldrei eftir að rætast; þetta voru svona hugmyndir eins og maður hafði sjálfur eftir að hvíti kollurinn hitti í mark. Guði sé lof, þá er ég búinn að festa niður einhverskonar skipulag, en ég vorkenndi næstum drengnum fyrir framan mig sem taldi upp öll löndin sem hann ætlar til og allt sem hann ætlar að gera. Innifalið í því var að læra að sörfa í Ástralíu... gott og blessað, ég vona fyrir hans hönd að honum verði fært að heimsækja öll átta löndin sem hann taldi upp og framkvæma allar þær kúnstir sem hann ætlaði sér, á þessum tveimur árum sem hann gaf sér.
Draumar eru góðir fyrir sálina.

Ég hef líka verið duglegur við það að fá augastað á stelpum sem reynast svo vera einstæðar mæður. Hitti eina á föstudaginn sem var minn fullkomni jafnoki, allt frá hugmyndum okkar um fólk í kring um okkur, yfir í það að ergja sig yfir málfræðivillum í sms skilaboðum. Hún átti barn, og reyndist eiga það með syni fyrrverandi kennara míns úr FB, Ingibergs. Það kom hinsvegar ansi vel fram í okkar samræðum, að hún var ekki með honum lengur, því hann var búinn að ná sér í nýja. Síðasta setning samtalsins af minni hálfu var svo spurning: „...En hérna, áttu gaur?“ Hún átti gaur. og ég tölti frá snauður, en ánægður yfir að hafa hitt þessa stelpu - ný viðmiðun varð að veruleika (nú fá allir flog og skella flötum lófa á ennið, ekki satt?)“

Persónulega finnst mér ég hafa breyzt töluvert á þessum þremur árum.

„Mamma, gerðu það, má ég fá nammi?“

Hvort það er lélegt döbb, ömurleg vara eða bara ljótur krakki, þá fer þessi auglýsing ólýsanlega í taugarnar á mér. Og hún birtist svo reglulega á skjánum að þó mér þætti hún æðislega skemmtileg myndi það gera mig geðveikan að sjá hana svona oft.

24.7.06

Mér skilst það sé til skammar...

...að ég skuli ekki að staðaldri sulla í mig því svartagulli sem kaffið er. Aldrei að vita þó hvernig staðan verður eftir þrjár sextán tíma næturvaktir í röð.

Meiri matur

Samloka með beikonskinku, kartöflusalati og steiktum lauk. Einhver með?

22.7.06

Í dag...

Það var fallegt að sjá kveðjuleik Dennisar Bergkamp í kvöld. Gamlar stjörnur, leikmenn sem hann spilaði með á löngum ferli, komu og spiluðu á hinum nýja velli Arsenal, Emirates Stadium. Ajax kom í heimsókn og hafði með sér stjörnur á borð við Edgar Davids, Ronnie De Boer, Frank Rijkard, Marco van Basten, og meira að segja Johan Cruijff skellti sér í skóna og hlunkaðist um völlinn. Meðal Arsenal mátti finna gömul átrúnaðargoð eins og Emanuel Petit hinn franska, Ray Parlour og Ian Wright. David Seaman tók sér líka stöðu á milli stanganna.
Fótboltinn var svo ekkert í líkingu við þann bolta sem er spilaður í dag, en Van Basten átti fína takta sem og Henry og Davids (sem uppskar reyndar alltaf baul þegar hann fékk boltann).
Sá sem sást hvað minnst í leiknum og klúðraði efnilegustum færum var reyndar Dennis sjálfur Bergkamp.

21.7.06

Ég tala við sjálfan mig

Ég geri mér ekki alltaf grein fyrir því hvort ég hafi sagt eitthvað sem ég hugsaði upphátt, eða bara látið það vera í höfðinu á mér.
Svo ég skil ekki alltaf þegar fólk starir á mig (þegar ég hef sagt eitthvað upphátt) eða þegar fólk fattar ekki hvað ég er að tala um (þegar ég hef gleymt að færa hugsanirnar í orð).

Sumarkvöldin fjögur

Þá sem ég hafði boðað til næntísgrillveislu einhverntímann þetta sumarið verð ég að hryggja með þeirri staðreynd að hún verður líklega ekki haldin. Ástæðan er einfaldlega sú að góða veðrið og vaktirnar mínar virðast ekki ætla að fara sérlega vel saman.
Illugi Gunnars náði að draga þetta sumar sem hrjáir okkur ágætlega saman í Íslandi í dag þegar hann vitnaði í afbjögun á Hlíðarendakvæðinu: „Þegar saman safnast var, sumarkvöldin fjögur...“

Segir Hvalveiðiskáld:

„Hann drekkur of mikið, hann reykir of mikið, hann trúir of mikið, hann talar of mikið, hann er með hana á heilanum, hann vinnur of mikið, hann safnar bara skuldum – hann fremur of margar sjálfsmorðsárásir...
Haukur Már Helgason, Frjálsir andar veiða hval

20.7.06

Plága

Þegar ég var yngri og bjó á Siglufirði gerðu krakkarnir sér það stundum að leik að fleygja grjóti (eða öðru lauslegu) í mávana sem svifu yfir. Þá var mikið sport að hitta tilteknar mávategundir, veiðibjalla í uppáhaldi. Sjálfum, og komandi svona úr stórborginni, þótti mér þetta frekar grimmt athæfi. En tók svosum þátt í því. Ég þótti jafnvel hittinn.
Þetta sumarið hefur mig stundum langað til að rifja upp gamla takta

Misheyrnir:

Eyrun hans Magna: Sakna hans mjög mikið...

Ísland í dag... í gær

„Og svo er það þessi frábæra hljómsveit hér fyrir framan... aftan okkur. Við heyrum í henni strax... í lokin á þættinum.“
-Helgi Seljan, fréttamaður á NFS

19.7.06

Berdreyminn

Sumir draumar virðast allavega rætast.

Hámark sjálfhverfunnar

Prentmiðlar á Íslandi eru á hraðri leið til þess að verða Internetið útprentað: Samansafn af stuttum fréttaskeytum eins og þeim sem tíðkast á veffréttamiðlum (einskonar úrdrátt úr fréttinni), og sjálfhverfum bloggpistlum nýútskrifaðra menntskælinga.
Svo skiptast þeir á að hafa hvorn annan sem forsíðufréttir.

18.7.06

Skil ekki

Af hverju - ég verð eiginlega að endurtaka þetta með eins innilegri áherslu og mér er mögulegt: AF HVERJU!... sturtar fólk ekki niður þegar það hefur gert þær þarfir sem því hentar í klósettskálar hverju sinni? Af hverju? Gæti verið að það sé svona spennt yfir því að sjá hvað næsta manni finnist um þess hland? Er það að bíða eftir að verða vitni að einhverskonar efnahvörfum sem þess eigið hland gæti valdið í samstuði við hland eða skít þess næsta sem brúkar setuna?
Af hverju!?

Andvaka

Bráðum þarf ég samt að mæta aftur í vinnuna.

Mannsal

Dæmi um vönduð vinnubrögð Fréttablaðsins er að finna á síðu 34 í blaði dagsins (46 í þessari vefútgáfu). Þar er sagt frá væntanlegu sundi Benedikts S. Lafleur yfir Ermasund, sem, samkvæmt fyrirsögn, er synt gegn mannsali.

17.7.06

Melanoma

Það eru tvennskonar fyrirbæri sem ég tengi alltaf við sortuæxli í heila. Annars vegar er um að ræða brunalykt, því einhversstaðar heyrði ég eða las að fólk með heilaæxli fyndi brunalykt allsstaðar þrátt fyrir að engin rök væru fyrir slíkri lykt.
Hitt sem ég tengi alltaf við æxli í heila eru sítrónur. Sítrónur eru sú líking sem oftast er gripið til þegar lýsa á stórum sortuæxlum. Þannig að sítrónur minna mig á heilaæxli.

Og í hvert skipti sem ég finn brunalykt fer ég að hugsa um sítrónur.

En svona í alvöru talað...

...þá er ég að drepast úr helvítis harðsperrum! Er það kannski ekki hægt? Þarf maður nú að fara að deyja* eftir að hafa setið kyrr of lengi?

* [Deyja átti að sjálfsögðu að vera teygja. En í tilefni af freudísku mismælafærslunni hér á undan, og þeirri einföldu staðreynd að mér finnst þetta fyndið, ætla ég að leyfa þessu að standa svona með skýringu.]

Freudísk mismæli

„Ég er að drepast úr standpínum. ... Nei, fokk, ég meina harðsperrum!“

Vondir káputextar - DVD:

„George Clooney, Drew Barrymore og Sam Rockwell fara á kostum í bráðskemmtilegum spennutrylli sem óneitanlega vekur upp undarlega spurningu. Hvað myndi gerast ef vinsæll framleiðandi sjónvarpsþátta væri líka leigumorðingi á vegum CIA? Maðurinn sem er frægur fyrir alla vinsælustu sjónvarpsþætti Bandaríkjanna lifir líka í skuggaveröld þar sem hætta leynist við hvert skref. Það er vissulega bæði flókið og erfitt og því miður missir hann alla stjórn á báðum lífunum.“

Ég get svo svarið það þessi mynd vekur alls ekki upp nákvæmlega þessa spurningu hjá mér. Reyndar fjölmargar, en alls ekki þessa.

Veðrið

Það er ótrúlega fallegt veður akkúrat núna.

Meiriháttar rán

Ég er ekki sérfróður um svona mál, en er mögulegt að stela heilli ADSL tengingu bara sisona?

Sundurleiti maðurinn

Vin Diesel, já. Hann kann sko að svara fyrir sig! Og svo er hann svo hugrakkur.

Fögur er hlíðin

Nú er aldeilis rétti tíminn til að rísa upp á afturlappirnar, berja sér á brjóst og hrópa kröftuglega útí eilíbbðina: Ég er sko stoltur af því að vera úr Mosfellssveit!

15.7.06

Þegar ég er að vinna...

...er dagskrárstjórum sjónvarpsstöðvanna eiginlega skylt að vanda valið á sjónvarpsefni. Það sem er í gangi núna er til háborinnar skammar!

Svar við getraun

Þið verðið að vera duglegri en þetta. Þessi setning um hana Veróníku var úr Þjófnum eftir Göran Tunström. En enginn svaraði því réttu og enginn fær verðlaun. Sem voru reyndar ekkert í boði.
En ég neyðist líka til að hætta við þessa sumarleiki. Það hefur bara ekkert sumar komið svo enginn tekur þátt í leikjunum.

13.7.06

Samskipti

Björk sagði: „Ég set bara mynd af mér og er alltaf sæt. Og svo bara texti á tölvuskjá.“

Svali Dave

Ég er ekki frá því skotið af Lt. Horatio Caine þar sem hann fylgist með því útundan sér að glæpamaðurinn sem hann var að klófesta er fjarlægður, sé beinlínis það sama í hverjum einasta þætti. Þó breytast glæpamennirnir eftir þáttum. Það virðist bakgrunnurinn ekki gera, né heldur svipurinn á Svala Dave Caruso.

7.7.06

Sólskinsdagar

Fyrsti dagur í fríi kominn að kvöldi. Ég lykta eins og Aftersun.
Kunnuglegar kringumstæður allt saman.

Ég hef það!

Framtíð mín er ráðin. Ég hef tekið ákvörðun um þá framabraut sem ég hyggst æða eftir á leið minni á toppinn. Ég veit hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.

Ég ætla að verða atvinnutímaflakkari.

6.7.06

Músík

Við hljótum að gera okkur grein fyrir því að tónleikar á borð við þá sem Sigur Rós, hin íslenska, og kanadíska sveitin Godspeed! You Black Emperor færa fram eru orðnir svo miklu meira en einfaldir t ó n l e i k a r.

5.7.06

„Tori Spelling reið móður sinni“

Ég ét þetta upp úr kommentakerfum annarra. Argasti steliþjófur sem ég get verið. En finnst þetta djöfulli fyndið. Gaman að tungumálinu og þeim sem kunna ekki á það. Þeim sem fatta ekki orð og gildi orða og hvernig orð gilda mismunandi mikið.
Fyrirsagnir eru mikilvægar.

4.7.06

Í leit að uppsprettunni

Það þarf að fara að skrúfa fyrir vindinn og stífla þetta regn. Virkja það bara! Nýta orkuna í eitthvað gáfulegt.

Hægt og rótt í rigningu og roki

Það er kominn smá sumarfílingur í þetta. Hefur hægt á skrifum. Enda er maður orðinn hálf þunglyndur af þessu veðurfari. Rigning. Rigning. Rigning. Allt bara grátt og blautt og leiðindi.
En líklega er ástæðan sú að ég hef ekki fartölvuna mína. Stelst í vinnutölvu og aðrar tölvur sem liggja á lausu, en efast um að ég nenni því endalaust. En þá hægist bara ennþá meira á þessu.

3.7.06

Hvað ef...?

Mig langar í þessa bók. Velti því líka fyrir mér stundum hvort ég hefði átt að læra læknisfræði og mannfræði í stað þess að brölta þetta í heimspekideild.

2.7.06

Heimspeki og dagfarsprýði

Buxurnar mínar gleymdust í þvottavél í gær, það var ekki mér að kenna, það var fótbolti í sjónvarpinu og pabbi gleymdi að taka þær úr vélinni eins og hann hafði lofað. Það var ekki mér að kenna, nei, ég var í vinnu, að vinna við sem fæst, en þær gleymdust í þvottavélinni, og ég finn lyktina af því að þær hafi verið of lengi í þvottavélinni, og fæ að finna hana í allan dag og líklega lengur en það.
Um ljón segir í bók um stjörnuspeki: „Þau bera mikla virðingu fyrir auði og völdum.“ Aðeins örfáar manneskjur sjá sér fært að hlæja að þessu; við hlæjum til að taka ekki of mikið mark á ruglinu sem einkennir okkur, mannfólkið í dag, nútímamanninn, til að taka okkur ekki of alvarlega, því það er ekki hipp, ekki kúl, og maður þarf að læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum án þess að taka sig of alvarlega. En helvíti er samt gott að hlæja. Með eða að lífinu, gildir einu.

Rollerblades at night