22.7.06

Í dag...

Það var fallegt að sjá kveðjuleik Dennisar Bergkamp í kvöld. Gamlar stjörnur, leikmenn sem hann spilaði með á löngum ferli, komu og spiluðu á hinum nýja velli Arsenal, Emirates Stadium. Ajax kom í heimsókn og hafði með sér stjörnur á borð við Edgar Davids, Ronnie De Boer, Frank Rijkard, Marco van Basten, og meira að segja Johan Cruijff skellti sér í skóna og hlunkaðist um völlinn. Meðal Arsenal mátti finna gömul átrúnaðargoð eins og Emanuel Petit hinn franska, Ray Parlour og Ian Wright. David Seaman tók sér líka stöðu á milli stanganna.
Fótboltinn var svo ekkert í líkingu við þann bolta sem er spilaður í dag, en Van Basten átti fína takta sem og Henry og Davids (sem uppskar reyndar alltaf baul þegar hann fékk boltann).
Sá sem sást hvað minnst í leiknum og klúðraði efnilegustum færum var reyndar Dennis sjálfur Bergkamp.

Engin ummæli:

Rollerblades at night