18.4.06

Draumfarir og Nietzsche

Það hlaut að fara svo á endanum að mig myndi dreyma eitthvað af þessum blessuðu skólabókum. Og mig dreymdi Nietzsche í nótt. Eða morgun, öllu heldur. En mig dreymdi raunar ekki Nietzsche sjálfan, ekki kallinn með rostungsskeggið, né heldur vitfirringinn sem hleypur um allar trissur hrópandi fréttir af dauða guðs.
(Einhversstaðar las ég skemmtilega lýsingu af þessu, þar sem vitfirringurinn kemur æðandi inn í stórmarkað í nútímanum, allur skeggjaður og úfinn líkt og útigangsmaður úr bíómynd (Robin Williams í The Fisher King) hrópandi uppyfir sig í níhílískri angist að Guð sé dauður!
Ég sá alltaf alltaf fyrir mér innkaupakerrur á fleygiferð og heyrði hljóðið í kössunum, á meðan fólk þusti út skyndilega heltekið af samskonar hræðslu og vonleysi og hóbóinn.)
En nei, það var ekki þannig sem mig dreymdi hann. Mig dreymdi bókstaflega kenningarnar úr bókunum, hugmyndirnar sem ég hef verið að lesa og reyna að tengja og þar fram eftir götunum.

Verst að ég man þetta ekki nógu vel. Man bara að hann var óskaplega gulbrúnn þessi draumur, og grænn.

Engin ummæli:

Rollerblades at night