19.4.06

Upplesturinn í kvöld

Húrra já, það hófst! Upplesturinn hafðist, og ég las... reyndar svolítið hratt, en engu að síður las ég. Og gekk vel.
Fór allt frammúr björtustu vonum, fólk var almennt ánægt, Lovísa sló í gegn (eins og við var að búast), ljóðskáldin stóðu aldeilis við sitt og ég fékk að loka. Dálítið mát við það, það var gaman. Saknaði reyndar fjölmargra, hefði viljað sjá fullt af fólki sem ætlaði að koma en afboðaði sig ekki einu sinni. Mætti bara ekki, en hvað um það.
Þetta var fjandi gaman.

Og svo hitti ég fullt af fólki sem ég hef ekki áður hitt, en talað við, og fólk sem ég hef hitt, en minna talað við, og fólk sem mig langaði alveg að tala meira við, en hef alveg hitt.

Og svo fékk ég hrós, sem hlýtur bara alltaf að vera gaman, jafnvel þó því fylgi diss ('ekki hattinn'), mér er alveg sama. Gefðu mér nokkra daga og ég gleymi því. En allir kátir, alveg heilmikill grundvöllur fyrir því að halda aftur: Næst!

Og svo drakk ég fullt af bjór. Ég verð að fara að hætta því.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sooooooorrrrrrrrrýýýýýýýý!!!!!
ég er ennþá að koma mér til lífs eftir helgina og gat varla hreyft mig í gær..... ef það er einhver afsökun þá vona ég að þú fyrirgefir mér....

hallurth sagði...

ætli ég sé ekki búinn að beila of oft á þínum uppákomum til þess að hreinlega hafa efni á því að taka þetta of nærri mér.
hefði verið gaman að sjá þig, en skilðig, ó, svo vel... eða eitthvað.

Hildur Lilliendahl sagði...

Við rokkum.

hallurth sagði...

...feeitt.

Rollerblades at night