19.4.06

Af pólitískri réttsýni

- Ég man eftir einum mongólíta sem...
- Var hann frá Mongólíu?
- Ha, nei, hann var svona fatl..
- Af hverju kallarðu hann þá Mongólíta?
- Af því að hann var svona fatl...
- Ertu að tala um einstakling með Downs-heilkenni?
- Já, eða... ef ég hefði verið að tala um mann frá Mongólíu hefði ég líklega sagt Mongóla, er það ekki?
- Jú, en hvað um manninn sem þú manst eftir?
- Já, það var sumsé þessi Downs einkenndi...
- Heilkenni.
- Ha?
- Það er til fólk með Downs-heilkenni. Það er sjúkdómurinn. Að hafa einkenni sjúkdóms er annað.
- Já, jæja, fyrirgefðu, það var þessi Downs-heilkenndi...
- Má alveg segja það?
- Hvað?
- Heilkenndi? Ef menn eru með heilkenni, má þá alveg segja að þeir séu heilkenndir?
- Ég veit það ekki, en ég ætla samt að gera það. Má ég segja þessa sögu?
- Já, fyrirgefðu. Haltu áfram.
- Maðurinn með Downs-heilkennin var alltaf í strætó, og...
- Ertu þá hættur við að segja 'heilkenndi'?
- Já.
- Af hverju?
- Af því að... Maðurinn með Downs heilkennin var sumsé alltaf í strætó...
- Er eitthvað að því að ferðast með strætó?
- Nei, af hverju ætti mér...?
- Eru það þá bara fatlaðir einstaklingar og gamalt fólk sem ferðast með strætó?
- Nei, ég var ekkert að segj...
- Þú veist að ég ferðast með strætó? Er ég þá eitthvað að mér?
- Nei! Ég er bara að reyna að segja...
- Og hvað með þennan í strætó, þennan með Downs-einkennin?
- ...heilkenni.
- Ha?
- Þú sagðir 'einkenni'.
- Sagði ég hvað?
- 'Einkenni'. Þar sem þú hefðir átt að segja 'heilkenni'.
- Fyrirgefðu! Þessi með Downsheilkennin, hvað var hann að gera í strætó?
- Já, hann sat bara alltaf í strætó, kurteis og rólegur og virtist
ekkert vera neitt fatlaður. Það sást bara í andlitinu á honum.

- Er þetta öll sagan?
- Já.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá þetta var geðveikt skemmtileg lesning

Nafnlaus sagði...

Þetta er það sem maður kallar góða sögu!

Rollerblades at night