26.7.06

Taki það til sín sem eiga það

Gripið niður í færzlu frá 25. maí, 2003:

„Mér entist þessi tvöfalda helgi ansi vel, en neyddist til þess að standa í leigubílaröðinni ansi lengi, jafnvel of lengi með hliðsjón af því að ég stóð þar einn, og leiðinlegt fólk sem ég þekkti ekki að tala um kjánalega hluti og leggja út drögin að draumum sem eiga aldrei eftir að rætast; þetta voru svona hugmyndir eins og maður hafði sjálfur eftir að hvíti kollurinn hitti í mark. Guði sé lof, þá er ég búinn að festa niður einhverskonar skipulag, en ég vorkenndi næstum drengnum fyrir framan mig sem taldi upp öll löndin sem hann ætlar til og allt sem hann ætlar að gera. Innifalið í því var að læra að sörfa í Ástralíu... gott og blessað, ég vona fyrir hans hönd að honum verði fært að heimsækja öll átta löndin sem hann taldi upp og framkvæma allar þær kúnstir sem hann ætlaði sér, á þessum tveimur árum sem hann gaf sér.
Draumar eru góðir fyrir sálina.

Ég hef líka verið duglegur við það að fá augastað á stelpum sem reynast svo vera einstæðar mæður. Hitti eina á föstudaginn sem var minn fullkomni jafnoki, allt frá hugmyndum okkar um fólk í kring um okkur, yfir í það að ergja sig yfir málfræðivillum í sms skilaboðum. Hún átti barn, og reyndist eiga það með syni fyrrverandi kennara míns úr FB, Ingibergs. Það kom hinsvegar ansi vel fram í okkar samræðum, að hún var ekki með honum lengur, því hann var búinn að ná sér í nýja. Síðasta setning samtalsins af minni hálfu var svo spurning: „...En hérna, áttu gaur?“ Hún átti gaur. og ég tölti frá snauður, en ánægður yfir að hafa hitt þessa stelpu - ný viðmiðun varð að veruleika (nú fá allir flog og skella flötum lófa á ennið, ekki satt?)“

Persónulega finnst mér ég hafa breyzt töluvert á þessum þremur árum.

Engin ummæli:

Rollerblades at night