30.7.06

Að sjá og upplifa

Að vissu leyti er ég ekki frá því að mér finnist alveg jafn merkilegt að sjá stórtónleika á borð við þessa sem Sigur Rós er að halda að á Klambratúni núna, í sjónvarpinu, í stað þess að vear á staðnum. Maður sér allskyns hluti sem maður hafði ekki áttað sig á, og sjónvarpið gefur manni stemningsmyndir sem ómögulegt væri að ná ef maður sæti bara meðal áhorfendaskarans.
En upplifun af svona tónleikum er líklega eitthvað sem maður verður að gera að minnsta kosti einu sinni á ævinni. Svolítið eins og með fótboltann. Maður sér leikina miklu betur í sjónvarpinu, en verður eiginlega að upplifa leik einu sinni (eða tvisvar) á ævinni.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ásbyrgi á föstudaginn maður!

Nafnlaus sagði...

Já nema sjónvarpsfréttirnar klúðruðu því í gærkvöldi og sögðu frá því... mögulega gæti þeim orðið aflýst vegna þessa.

Rollerblades at night