17.3.06

Þegar manni finnst að maður geti sagt það sem manni dettur í hug en áttar sig svo á því morguninn eftir maður hefði betur látið það ósagt

Ég ætti líklega að vera sofandi núna. Á morgun hringir síminn minn klukkan níu. Kannski hálftíu. Og svo verð ég í Eymundssyni til hálfsjö. Yrði. Þetta er eiginlega viðtengingarháttur. Ég veit ekki hvort síminn hringi.
En núna er klukkan tuttugu mínútur í tvö. Í kvöld spilaði ég samblöndu af skrabbli og yatzi. Skratzy. Yabble.
Og ég drakk bjór. Og ég bauð bjór. Og ég borgaði þúsundkall inn á djasstónleik sem stóð rétt svo undir nafni. Og ég pissaði, og drakk meiri bjór.

Ég hitti kisu á leiðinni heim og áttaði mig á því að mig langar í eina. Kisu. Mig langar í kisu.
Eða ljón.
Kisan var gulbröndótt. Eins og ljón. Og hún elti mig, og ég lék við hana. Ég hitti hana á kirkjugarðsveggnum. Veggnum sem umlykur kirkjugarðinn. Hún kom hlaupandi til mín þegar ég stóð og horfði inn í garðinn og bað drauga að birtast.
Mig langar ennþá að sjá drauga.
En ég og kisan urðum vinir. Svo skildi ég hana eftir á gangstéttinni, þar sem hún lá og velti sér upp úr sandi. Það er fullt af sandi sem snjórinn skildi eftir.

Í kvöld sat ég og kynntist Húsvíkingum og spilaði Yabble með þeim. Eða Scratzy. Og ég drakk með þeim bjór og spjallaði og lofaði að ég yrði á Húsavík í sumar.
Og ég hitti Ævar, sem er einn af þremur Ævörum á Húsavík.
Hvern hefði grunað?

Ég er ekki frá því að ég hefði átt að borða kvöldmat áður en ég fékk mér bjór.
Ég er bitur og sár. En ekki í vondu skapi lengur.

Það er samt eitthvað...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Haha já þú ert fullur hahaha

en já kisur eru ómissandi, en þú átt mig náttlega alltaf sem ljónið.

hallurth sagði...

fullur? nei, alls ekki. rallhálfur og í öðruvísi annarlegu ástandi.

en það var þá. núna er ég að fara í vinnuna.

Nafnlaus sagði...

þú færð marsmánaðarverðlaunin fyrir emóbloggara marsmánaðar, til hamingju, jibbý og plastskraut dreifist um allar jarðir!

hallurth sagði...

emófokk! ógeðisorð. emósmemó... nemó!

en takk fyrir það samt. mér fannst þetta fallegur prósi þegar ég vaknaði, þrátt fyrir allt.
en mig langar enn meir í kisu.

Rollerblades at night