30.5.06

Eftirfarandi hlutir eru mér nú ljósir:

  • Ég gleymdi að kaupa sápustykki í búðinni áðan. Sem þýðir að óhjákvæmlega neyðist ég til þess að fara aftur út í dag.
  • Mér finnst ostur betri en allt annað, líka sælgæti. Það er satt! Ég er þó ekki viss hvaðan þessi ást mín á ostum er sprottin.
  • Í húsinu mínu býr upprennandi fiðluleikari. Hann/hún æfir sig alla daga. Og er bara að verða nokkuð klár.
  • Ég á aldrei eftir að geta hætt kókdrykkju. Það er bara staðreynd. Ekki nema ég skipti Kókinu út fyrir Appelsín og fari að drekka kaffi.
  • Ég á of mikið af bókum. En ég gæfi ýmislegt fyrir að geta legið uppi í rúmi alla daga og lesið þær.
  • Ég er ekki ljóðskáld. Svo mikið er víst.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ostatippi

Kári sagði...

ostar? oj en borgaralegt.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ostar líka betra en flest annað... menn gera grín að mér og mínu ostáti... þó eru sterkir mygluostar ekkert spes.

hallurth sagði...

nei, borgaralegt eru hvítvín og ostar: ég elska hreinan gouda brauðost!
það er líka alveg að detta úr tísku að vera bóhem, burgoise verður mál málanna aftur eftir nokkur ár.

Rollerblades at night