2.6.06

Öh, leið sextán sem er á leiðinni í Ártún...

- ... og, hérna, sem fer síðan upp í Grafarvog... öh, já?
- Já, ég er hérna bara að renna yfir Elliðaárnar.
- Öh, já. Ég er, hérna, ég er leið fimm, sko... oohg eeh... hérna, er með farþega sem vill gjarnan fá far með þér.
- Já? Hvar ertu?
- Öh, já, ég, hérna, er að koma í Ártún, bara rétt að renna í Ártún, sko. Ég er á leiðinni í bæinn... sko.
- Jájá, ertu hinum megin.
- Öh, já. Já, ég er, já, á leiðinni í bæinn sko.

Rosalega er gaman að sitja í kyrrstæðum strætó einhversstaðar uppi við Hafravatn, og hlusta á samræðurnar sem fara fram í talstöðvarkerfinu, á meðan maður bíður eftir að bílstjórinn klári kaffið sitt þarna inni í gámnum, og reyki kannski eina sígarettu líka, og komi svo aftur og keyri aftur af stað svo maður komist nú heim að sofa eftir næturvakt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir góða strætósögu, ég er farin að sakna þeirra.

Rollerblades at night