- Það er asnalegt að vera veikur án sýnilegrar ástæðu. Hiti og beinverkir eru einhvernveginn ekki nóg, það þarf að fylgja hálsbólga, uppköst eða niðurgangur svo þetta virki alvöru.
- Mér leiðast veikindi mest í heimi. Það er ekki endilega að ég þjáist, það er miklu frekar að ég nenni ekki að liggja bara og gera ekki neitt þegar ég á að liggja bara og gera ekki neitt.
- Veikindi virðast bara leggjast á mig þegar ég er í fríi, og sérstaklega þegar ég hef unnið frá mér allt vit mánuðinn á undan.
- Mikilvægi þess að hafa einhvern að hugsa um sig. Þegar maður er lasinn er fyrir öllu að einhver nenni að hjúkra manni. Skiptir hinsvegar ekki svo miklu máli hversu mikið eða lítið lasinn maður er.
- Ég er orðinn ansi svangur. En má ekki fara út að ná mér í mat. Guði sé lof fyrir Ljónið mitt.
16.8.06
Eftirfarandi hlutir eru mér nú ljósir:
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
-
Þetta gerðist allt í afmæli hjá Emil. Í hvítu húsi á þremur hæðum í Kópavogi. Með útsýni yfir byggðina, ofan af heiðinni og yfir Smáralindin...
-
Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri. Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleiku...
2 ummæli:
abbababb. Óska þér góðrar heilsu.
ég er þín þjáningarsystir...og þessi helgi, sem átti að vera svo skemmtileg..geyysp..ég skil ekki hvað er svona merkilegt við twin peaks? láttu þér batna bróðir!
Skrifa ummæli