Hin gegndarlausa frekja landans er með eindæmum. Við viljum takmarka flæði útlendinga til landsins, okkur finnst það út í hött að við skulum koma inn í verslanir og strætisvagna og þar mæti okkur bjöguð íslenska og skilningsleysi. Hinsvegar dettur okkur ekki í hug að vinna fyrir svona lág laun; við höfum ekki efni á heimabíóinu fyrir vikið.
Á sama tíma ætlumst við til þess að aðgengi okkar að menntun erlendis sé fyrirhafnarlaust til staðar. Og okkur finnst fásinna að í Frakklandi skulum við ekki einu sinni geta talað ensku til að tjá okkur! Skilja þessir djöfuls froskar ekkert nema sitt eigið helvítis tungumál?
Í Íslandi í bítið var opnað fyrir símann og inn hringdu þrír sem voru sammála Frjálslynda manninum sem var að upphefja þessa skoðun sína. Aumingja þáttastjórnarkonan var að verða brjáluð á því að berjast við að halda hlutleysi sínu.
3 ummæli:
amen.
Takk fyrir að kommenta Bjössi, ég var farinn að örvænta hérna.
Haurðu já... ég heyrði því fleygt fram einhevrs staðar að við værum bara orðin of menntuð þjóð. Iðnnnám sé til að mynda á undanhaldi hér á landi, og enginn nenni að vinna verkamannavinnu og sinna iðnum hvers konar. Viðkomandi bætti við að þessi velmegun okkar ætti eftir að hrynja og þá eigum við eftir að reka okkur á það að þegar við viljum komast í frystihúsin aftur verði allar stöður þar fullar af innflytjendum. Þannig að loksins þegar við vöknum upp aftur og þurfum á þessum störfum að halda, þá bara sjitt sorrí fyrir okkur...
Skrifa ummæli