22.2.06

Afmælisgjöfin mín í ár

Einu sinni samdi ég ljóð sem sprengdi heiminn. Fjögurra línu smáskilaboð.
Ég er búinn að biðja um ryksuguna í afmælisgjöf, en sannlega, ef einhverjum tekst að semja svona ljóð sem sprengir heiminn, og flytur mér það í afmælisveislunni, þá býð ég hinum sama upp á fullnægingu í vökvaformi.
Sá eini sem dæmir er að sjálfsögðu ég.

Keppnin er hafin, gangi ykkur vel.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úúú...kannski ég geti notað alla þessa skemmtilegu karlmenn sem ég eyði mínum stundum með þessa dagana sem innblástur. Það hlýtur að koma einhver sprenging úr því eða hvað heldur þú? Eða kannski um mig í slökkviliðsbúning...

hallurth sagði...

sko, persónulega er ég heitari fyrir slökkviliðsbúningnum. eitthvað súrrealískt við það dæmi allt. að æfa reykköfun við hafravatn í rigningu.
en annars er frjálst þema. bara að sprengja heiminn.

Rollerblades at night