Þetta gerðist allt í afmæli hjá Emil. Í hvítu húsi á þremur hæðum í Kópavogi. Með útsýni yfir byggðina, ofan af heiðinni og yfir Smáralindina. Fallegt af svölunum við sólarlag, himinninn roðnaði af áreynslu. Enda gott veður.
Það var fjölmenni á svæðinu, fólk úr öllum kimum samfélagsins, en þó aðalega rautt og grænt og fræðilegt. Foringjar og fyrirmenni. Gestgjafinn rauðari en aðrir eftir að hafa dreift kosningaloforðum á litlum miðum allan daginn. Litlum krúttlegum miðum. Og formaðurinn kíkti í heimsókn og tók tal af fólkinu.
Þetta gerðist allt í afmæli hjá Emil. Það brotnuðu glös. Það brotnaði vodkaflaska (held ég örugglega, þetta var áfengið hennar og hún fékk þess í stað að dreypa á veigum hins góðhjartaða). Svo var drukkið meira. Fólki seig í brjóst í stofunni og ég hitti Hall, jafnaldra minn. Hann ku hafa lagt sig á svölunum seinna um kvöldið og fundist þegar fólk var yfirleitt farið.
Menn ræddu bókmenntir, braghætti og pólitík. Það heyrðist þó hærra í pólitíkusunum. Einn var í bleikri skyrtu með mynd af kind. Aðrir mættu með hatta. Heimurinn snerist. Þessi maður sagði sögur af Nietzsche og Liverpool og fólk hlýddi af athygli.
Þetta gerðist allt í afmæli hjá Emil.
Það gerðist svo sitthvað fleira þegar komið var í bæinn...
8 ummæli:
..það var reyndar hvítvín hvort sem þú trúir því eða ekki..ef það hefði verið vodka þá hefði ég ekki grátið jafn mörgum áfengistárum..
Varstu líka grátandi í gær Björk mín? Og voðalega ertu duló þarna neðst Hallur... Hmm. Það gerðist vissulega ýmislegt. Bæði í húsinu og bænum. Sei sei jú.
Já, þetta var þokkalegt stuð. Maður hefði þó mátt fara aðeins varlegar í veigarnar upp á að vera hressari daginn eftir.
neinei, það var meira svona eitt tár og svo var það líka yfir mun merkilegri hlut en síðast...
klingoni ... fuss!
Þetta var nú eitt blautasta helvítis partí sem ég man eftir. Bæði varð fólk blind-hauga-pöddu-fullt og grey Emil var allt kvöldið að þrífa áfengi upp af gólfinu.
sko: björk, gréstu yfir fleiru en teygjunni sem þú varst æði miður þín yfir; kári, ég hellti engu niður, lofa og sver!; dýr, þú ert ekkert eins og klingoni... en það væri kannski ráð að læra klingonsku til vonar og vara; og hildur, þetta var líka duló kvöld. og hún VAR alveg tóm - það bergmálaði sko...
Þetta var brilliant kvöld þó svo að Björk hafi komið inn svona snildarlega,og við Halla fengum svo 1 stk koss frá Rauðhærða YFIR riddaranum Steingrími J
Alveg toppaði kvöldið sko :)
Verið stillt lömbin góð
Skrifa ummæli