1.2.06

Baltasar Krómákur

Við gleðjumst öll yfir velgengni íslenska landsliðsins í handbolta. Svolítið eins og við höfum sjálf átt þátt í einhverjum stórfenglegum atburði. Rússarnir litu meira og minna út eins og hópur af grábjörnum sem hafa lært að dansa og leika listir, fara með kúnstir jafnvel.
Leikur Dana og Króata var áhugaverður fyrir margar sakir. Sérstaklega fyrir þær að úrslit hans hleyptu Íslendingum í efsta sæti riðilsins í bili og að mér fannst allir leikmenn Króata líta út eins og Baltasar Kormákur. Skyldum við geta notað hann í þetta? Rússarnir virtust leiklistalega sinnaðir, hví ekki við?

Benedikt Lafleur stóð fyrir ágætu skáldaspírukvöldi í Iðu. Snæfríður Ingadóttir las úr bókinni sinni um útlenzkan mat á Íslandi. Opið Hús hét hún. Björk Þorgrímsdóttir las ljóð sem hún samdi meðan hún var í Armeníu. Hún var ansi sniðug, skemmtilegt ljóðskáld. Væri áhugavert að fylgjast meira með henni.
Undir lokin fékk blómið Benni mig til að skrifa niður emilinn minn. Hugmyndin er að ég fái einn slíkan í hvert skipti sem þessi kvöld verða haldin, svona rétt til að láta mig vita. Ég bíð bara spenntur. Skyldi garpurinn semja við mig, ætli ég fái gefna út ljóðabók eða skáldsögu hjá honum hið snarasta? Eða ætli ég þurfi að sanna mig með því að synda út í Viðey fyrst?

Engin ummæli:

Rollerblades at night