Svifryksmengun fór yfir hættumörk í dag í fimmta skipti á þessu ári. Það er ennþá febrúar, þó tæpt sé.
Íslendingar hafa valið einkabílinn, það er engin ástæða til að rembast við að telja þeim trú um að taka strætó eða byggja upp neinskonar almenningssamgöngukerfi. Húrra fyrir pylsugerðarmanninum, því Íslendingar hafa valið einkabílinn. Umferðarþunginn seinnipart dags er óraunhæfur fyrir tvöhundruðþúsundmanna borg, og þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart. En við skulum bara velja bílinn, það er miklu betra.
4 ummæli:
Mér finnst að það ætti að heiðra fólk eins og mig og þig fyrir að taka ekki þátt í þessari vitleysu...
það á ekki bara að heiðra okkur, það á að skrifa trúarrit eftir hugmyndum okkar um heiminn og tilveruna!
Já það er allavega gáfulegra en margt annað í þessum heimi
JÁ ÉG VERÐ AÐ KJÓSA BÍLINN, ER MEIRA SEGJA Á NÖGLUM :/
Skrifa ummæli