Mér finnst huggulegt að búa á þriðju hæð í fjölbýlishúsi og hafa svefnherbergisglugga sem snýr útí port. Skemmtilegast er þegar fólk talar saman úti í portinu og hljóðin bergmála upp til mín. Það kemur einhver ævintýralegur sjarmi yfir þau. Ekki skemmir fyrir þegar um er að ræða börn að leika sér.
Þetta minnir mig alltaf á Spán.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli