Ég er alltaf að átt mig æ meira á því að ég bý í fjölbýlishúsi. Stigagangurinn er frekar þröngur og lagður bláu teppi. Öll hljóð verða eins, úrsérgengið bergmál. Þegar maður fetar sig upp í ris, upp í mína íbúð, þá mætir maður aðgerðarlausu kvöldi hverrar fjölskyldunnar á fætur annarri.
Fólkið á annarri hæð til vinstri, beint fyrir neðan mig, er að breyta töluverðu hjá sér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli