Ég tefli betur undir pressu. Þegar einhver stendur og fylgist með. Þá er eins og komi yfir mig einhver einbeitni sem er ekki til staðar þegar ég er bara að sveifla taflmönnum í takt við það sem eini andstæðingur minn gerir. Guðrún teflir samt betur en ég, en samt kann ég meira í skák en hún. Sumt vissi hún ekki einu sinni áður en hún mátaði mig í fyrsta skiptið.
Hún hefur samt einhverja herkænsku í blóðinu, eitthvað sem mig vantar. Í stríði myndi ég vera einn af þessu snarbrjáluðu sem hlypi bara út í opinn dauðann, sveiflandi þeim vopnum sem ég hefði yfir að ráða.
Ég myndi bara lifa af í fimmtánda hvert skipti af fjörutíu. Það er svona sirka staðan í skákleikjum okkar Guðrúnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli