Ég aðstoðaði Sigurð Pálsson, ljóðskáld, við að finna franska lesbók fyrir menntaskóla. Líklega var þetta fyrir son hans eða dóttur. Þegar hann kom svo að kassanum og greiddi fyrir vöruna, rétti ég honum snepilinn til að kvitta á og þóttist fyndinn.
Ég bað hann um eiginhandaráritun.
3 ummæli:
hefði gert það líka
nei, ömurlegur djókur.
í alvöru, ég hefði sennilega öskrað á þig og stormað út í brjáluðu skapi eftir þennan djók. ...en ég er nottla svo skapstór...
vertu ekki með þessa vitleysu kristín mín, þú hefðir velzt um af hlátri.
eða svarað fyrir þig, og þá hefði ég líklega stormað út í fýlu og almennt bugaður.
Skrifa ummæli