Þegar ég gekk framhjá kirkjugarðinum fyrr í kvöld rak ég skyndilega augun í einmanalega bréfberakerru meðal drauganna og legsteinanna. Skyldi maður fá gluggapóstinn áfram eftir að maður er dauður og grafinn.
Já, auðvitað. Þær komast náttúrulega ekki, blessaðar afturgöngurnar, í banka á þeim tíma sem þeir eru hafði opnir almenningi. Helvíti gott að nýta sér bara internetið til að borga leguna (náði einhver þessum rosalega djúpa brandara?!).
4 ummæli:
það væri eftir öllu...
Kerran var farin í dag; ekki meiri póstur til hinna dauðu. Líklega allir komnir með ímeil í kirkjugarðinum.
Jújú svo er þetta orðið svo mikið í heimabönkum, aldrei að vita að þeir nýti sér þá þjónustu ;)
Já, auðvitað. Þær komast náttúrulega ekki, blessaðar afturgöngurnar, í banka á þeim tíma sem þeir eru hafði opnir almenningi. Helvíti gott að nýta sér bara internetið til að borga leguna (náði einhver þessum rosalega djúpa brandara?!).
Skrifa ummæli