Síðastliðinn fimmtudaginn mætti ég Ármanni Jakobssyni á förnum vegi. Við óðum yfir Birkimelinn á sama tíma, handan Þjóðarbókhlöðunnar, og mættumst á honum miðjum.
Undir öllum eðlilegum kringumstæðum hefði ég stokkið til og tekið í höndina á honum, kynnt mitt vefegó og þakkað honum fyrir síðuna hans. Skilað jafnvel kveðju frá henni Þórdísi.
En ég var með Krulludýr upp á arminn. Krulludýrið hefur gaman af að gera grín að mér. Sérstaklega að svona hlutum. Svo ég sleppti því að heilsa honum.
Eftir á að hyggja getur þetta vel hafa verið Sverrir, bróðir Ármanns.
3 ummæli:
hvaðahvaða, þú mátt alveg halelúja einhverja kalla þótt ég sé á staðnum! ;)
Já ég bið allavega kærlega að heilsa honum næst
Punktmannigfaltigkeit!
Skrifa ummæli