14.3.06

Ómur hversdagsins VI - Hundgá úr helvíti

Fari hann, hundurinn í næsta húsi, til helvítis, og það sem fyrst. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti hundum. Það er bara bannað að byrja að gelta klukkan átta á morgnanna þegar ég vil sofa lengur. Og sér í lagi þegar kvikindið geltir eins og vísir á klukku, eins og hljóðútgáfan af kínversku vatnsdropapyntingunni.

Skiptir þá engu máli þó hann sé úti í porti og allt verði ævintýralegt, eða hvað ég kallaði þetta.

Engin ummæli:

Rollerblades at night