24.3.06

Í túninu heima

Að hætti annarra stórskálda, stakk ég af í sveitina til að leggjast í pest. Tilraunir til að sníkja mömmuhjúkrun hafa þó enn sem komið er ekki gengið sem skyldi.
Ég tók hins vegar með mér heila hillu bóka, svo ekki verð ég aðgerðalaus. Og nú er internetið komið hingað í sveitina, svo það er ekki fjarri lagi að ég geti haft samband við umheiminn þrátt fyrir að vera svo fjarri siðmenningunni.

Hitt er það svo að leynilega aðdáandanum mínum er guðvelkomið að annazt mig hér. Hér er aukarúm ef viðkomandi missir af áætlunarbifreiðinni aftur til borgarinnar.

Engin ummæli:

Rollerblades at night