22.3.06

Vitlaus

Ég veit ekkert um óeirðirnar í Frakklandi. Bara að það eru ungmenni sem eru eitthvað eirðarlaus. Nennir einhver sem veit allt um þetta að senda mér póst og segja mér allt um þetta?
Bara rekja þetta fyrir mér, ég er að leita þetta uppi í erlendum fjölmiðlum en finn eitthvað lítið.
Og eins ef einhver nennir að útskýra fyrir mér þessi Vatnalög, þessi nýju.

Bara svo ég sé með þetta á hreinu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég veit heldur ekki mikið nema það að ungt fólk í Frakklandi(held ég undir 28) fær ekki atvinnusamning til langs tíma, heldur er atvinnurekendum heimilt að reka það án frekari skýringa...eitthvað í þessum dúr!

hallurth sagði...

kei, frábært. takk fyrir það. nú veit ég allavega eitthvað um hvað málið snýzt. vilja fleiri segja mér meira?
berglind? ég bíð upplýsinga frá þér...

Nafnlaus sagði...

jæja þá, þetta snýst um það að bjáninn hann sarkozy og félagar hans í ríkisstjórninni vilja endilega gera atvinnurekendum allt til hæfis og hafa því ákveðið að setja lög sem heimilar þeim að reka fólk úr vinnu 26 ára og yngra ef það hefur unnið skemur en 2 ár hjá fyrirtækinu. þetta á semsagt að vera leyfilegt án útskýringa eða ástæðna eða fyrirvara. Sarkozy vill meina að þetta laði atvinnurekendur frekar til þess að ráða ungt fólk en atvinnuleysi meðal þess er gríðarlega mikið, oft um 20%. Stúdentar eru hins vegar afar ósáttir því þetta minnkar atvinnuöryggi niður í um það bil ekki neitt. Þetta mál hefur hins vegar fengið afar litla umfjöllun að mínu mati miðað við umfang. mjög margir franskir skólar eru á valdi nemenda, háskólar og framhaldskólar og ég las einhversstaðar að tugir lögreglumanna hafa slasast í ofbeldisfullum mótmælum stúdenta.
nýjustu fregnir herma að Sarkozy vilji setja reynslutíma á nýju lögin. Um vatnalögin virðist enginn vita neitt en það virðist snúast um það hver á vatnið??

hallurth sagði...

Þakka þér fyrir Berglind mín, alltaf hægt að treysta á þig!
...og greinilega Erlu líka.

Rollerblades at night