Ég hef lengi verið hrifinn af þessu ljóði. Las það fyrst fyrir sjö árum síðan, sem telst nokkuð langt, svona miðað við mig og allt það. En það þýðir samkvæmt almennum reiknisaðferðum að ég hafi verið átján ára þegar ég las það. Unglingur. Barn.
Nema hvað í þessari Afbók er að finna þýðingu þessa manns á því. Það er vel heppnuð þýðing. Mér skilst að til sé önnur eldri sem er ekki jafn góð. Get lítið um það dæmt sjálfur því ég hef ekki lesið hana. Svo er ljóðið til í upplestri Ginsberg sjálfs og þá gjarnan tónlist fleytt undir það. Ýmist Tom Waits eða bara dúndrandi djass.
Til að toppa þetta allt saman lék þessi maður Allen Ginsberg í þessari mynd. Myndin sjálf var eiginlega ekki neitt, ekki góð, ekki vond, en þessi maður er bara kúl. Finnst mér.
Þetta er töff allt saman. Ég er að hlusta á Tom Waits; mig langar að opna flöskuna sem er uppi á hillu.
2 ummæli:
þessi gaur lék líka Burger í sex in the city. Burger var heitur. En ekki jafn heitur og Aiden.. en ég svaf samt nærðum því hjá mr. big í draumi í fyrradag..
Seks end ðe sittí... pfff!
Skrifa ummæli