27.4.06

Nóttnóttnóttnóttnótt

Ég var alveg við það að sofna, en gat það samt ekki. Bráðum byrja næturvaktir. Það er kannski óþarfi að fara að snúa sólarhringnum til baka úr þessu?
Rétt þegar ég var að sofna mundi ég skyndilega eftir að hafa heyrt í útvarpinu þegar Óttar Martin Norðfjörð kom þar, ég man ekkert í hvaða þætti það var, og las úr nýju bókinni sinni, Sirkus. Hún var nýjust bóka hans þá. Mér fannst viðtalið við hann leiðinlegt. Ekki honum að kenna svosum, sú sem ræddi við hann fór alveg með það.
Ljóðin fannst mér hinsvegar ágæt.
Ég mundi þetta örugglega í tilefni staðlaða viðtalsins sem birtist í Fréttablaðinu einhverntímann við miðbik þessarar ljóðakeppni Eddu um daginn. Viðurkenni samt að ég þurfti að fletta því upp hvaða ljóðabók þetta hefði verið, rámaði bara í eitthvað ljóð um Esju og hauslausan búk sem hrundi á dansgólf með dynk. Eða eitthvað svoleiðis.
Ljóðið hans um afana sem fyrirfara sér þótti mér næstbest í þessari Eddu/Fréttablaðskeppni.

Engin ummæli:

Rollerblades at night