14.4.06

Það sem ég gleymdi en var að muna:

Helztur ókosta við það að lifa inn í nóttina, er óneitanlega að maður missir tímaskyn. Og með tímaskyninu fer hæfileikinn til að meta hvaða dag maður upplifir hverju sinni. Þannig að þegar viðskiptavinur í verzluninni sem ég vinn í spyr hvaða dagur skyldi vera (þann dag), er maður yfirleitt einum til tveimur dögum á undan sjálfum sér.
Og þegar hann leiðréttir mann svo sjálfur hugsar maður: Það getur ekki verið, sá dagur var í gær!

Engin ummæli:

Rollerblades at night