14.4.06
Tilkynning!
Upplestrarkvöldið Án titils verður haldið á Café Rósenberg, þriðjudagskvöldið 18. apríl næstkomandi.
Upplesarar verða:
Arngrímur Vídalín
Hildur Lilliendahl
Kári Páll Óskarsson
Emil Hjörvar Petersen
Hallur Þór Halldórsson
Davíð A. Stefánsson
Einnig mun söngvaskáldið Lay Low flytja smá blús. Verknaðurinn hefst klukkan 21:00 og verður ókeypis inn.
Allir að mæta!
Ath. að myndin er bara þarna til skrauts. Mér fannst svo viðeigandi að hafa mynd með fréttatilkynningu sem þessari, en ég er orðinn alveg ómögulegur í að reiða fram einhver plaköt og auglýsingar. Þetta virkar alveg jafn vel, að mínu mati.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
-
„Menn gætu svo ímyndað sér hvernig væri að vera í Hafnarfirði ef sprengjum myndi rigna yfir Mosfellsbæ.“ Eitthvað hálftruflandi við þetta.
-
Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri. Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleiku...
9 ummæli:
Í þessari röð?
ég veit það hreinlega ekki!? emil henti þessu svona fram og svo hef ég ekki heyrt í honum. ef þú hefur sérstakar óskir þá bara endurröðum við þessu...
Nei, mín vegna er það fínt svona.
Ég hendi fram uppröðunum og hverf út í veður og vind. Það er minn háttur. Emilsháttur.
Thad væri gaman ad koma og kíkja á thetta... en erfitt thegar madur er bundinn i DK. Gledilega páska annars Hallur, ég heyri eitthvad í thér fljótlega.
já, gummi, ég er alltaf á msn sko! eiginlega bara allan sólarhringinn...
Þetta hljómar vel, vonandi verð ég komin aftur í bæinn. Góða páska og gangi þér vel á lokasprettinum með ritgerð. ;)
ég verð í anda... er ekki hægt að útvarpa þessu??
já, húrra! bara allir að mæta. en útvarpa? tja, býður einhver upp á útvarpsstöð til afnota?
Skrifa ummæli