29.4.06

Urrabíttann!

Stundum þarf ekki annað en einn leiðinlegan kúnna, einn andstyggilegan samstarfsmann eða eitt óskemmtilegt tilsvar frá vini eða velgjörðarmanni, til þess að maður skipti algerlega skapi; úr hvítu í svart, björtu í dimmt, góðu í vont og svo framvegis og framvegis. Það þarf bara eitt óheppilegt atvik og maður er kominn í vont skap, strikið í andlitinu sígur niður á við, maður setur upp skeifu, bognar í framan, fer í fýlu, og öll andúðin á lífinu og tilverunni bitnar á aumingjans fólkinu sem kemur úr rigningunni inn í verslanamiðstöðina til þess eins að ylja sér yfir bókum og reyna að nýta sér þessa blessuðu þjóðargjöf hins nýstofnaða bankaveldis, Glitnis. Helvítis fólk.
En já, sumsé, einn dónalegur kúnni í morgunsárið upphóf hjá mér almenna viðurstyggð á mannkyninu í heild, nægilega mikla til þess að allt sem á undan er gengið hverfur í súld og þokumóðu, verður vart greinanlegt við sjóndeildarhring, í mistrinu, nema kannski einstaka góðir atburðir. Þeir eru nánast einstakir þeir atburðir. Tvístakir(?) kannski, eða þrí-... veit ekki alveg? Og samt ekki stakir því þeir tengjast innbyrðis og eru þessvegna í röð, runu.
En matartíminn fór til fjandans í kjölfarið: sundurleitari matartíma hef ég ekki upplifað síðan jólin 2001, þá var brjálað að gera, of fáar hendur sem unnu of mörg verk, fáir einstaklingar í mörgum hlutverkum.
Og helvítis dónakerlingin í morgun á sök á þessu öllu, ég er viss um það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já thad er furdulegt hvad thad tharf stundum lítid til.. en thá verdur madur ad reyna ad finna eitthvad annad til ad rétta bátinn af, thó ad thad sé hægara sagt en gert. Ég er alla vega farinn ad reyna thad.. med .. mja árangri.

Rollerblades at night