1.5.06

Þetta hljómaði örugglega betur í höfðinu á mér en það gerir hér (enda efast ég um að þessi færsla verði enn hér á morgun)

Það rignir alltaf á frídögum. Og á helgidögum. Og á helgidögum verð ég líka þunglyndur, sagði það einu sinni og það á enn við. Það er reyndar ekki helgidagur í dag, en af því að allri helgi hefur hvorteðer verið svipt af helgidögum og þennan frídag hellist niður rigning þá á það bara ágætlega við að vera þunglyndur í dag. Eða allavega eitthvað. Ég er ekkert að deyja, þetta er meira svona stemningsþunglyndi, dagurinn í dag, eða þannig. Allir í prófum, allir að læra nema ég, ég nenni því ekki, svo ég fer á kaffihús og ætla að fá mér ostaköku, nema kaffihúsið á ekki nógu mikið af hornum til að leyfa mér að sitja í neinu þeirra; þau eru öll upptekin.
Í staðinn fyrir ostakökuna fer ég þessvegna á kaffihús sem á fyrir mig horn, meira að segja skot, og fæ mér bjór -bjór er alltaf góður fyrir bitra- og ég les í ljóðabók sem ég keypti á föstudaginn (pretentious piece of shit) og ég vissi ekki að þú ættir ljóð þar og hvað sagði stelpan um tilviljanir, þær væru ekki til, þær eru ekki til, ég man þetta ekki alveg, þetta var eitthvað um að tilviljanir væru ekki tilviljanir heldur væru þetta bara einfaldur líkindareikningur, afleiðsla og rökfærsla. Ég hef aldrei verið sérlega góður í því, í þannig, og svo var ég bara að opna bókina fyrst núna, ég keypti svo margar ljóðabækur: Urrabíttann bara samt.
Já, pirraður aftur. Í gær var ég glaður og kátur. Sáttur. Lífið brosti og ég hrópaði húrra og gleðilegt líf á alla kúnna, kerlingar og karla, öllu var tekið með brosi og fyrirvaranum um betri tíð. Núna langar mig á fyllerí. Mig langar á útlenskt fyllerí. Enda ætla ég að opna mér rauðvínsflösku á Kleppi. Enda ætla ég að klára þessa flösku og taka strætó heim í kvöld. Guð sem er dauður má vita hvað ég geri þá.

7 ummæli:

Hildur Lilliendahl sagði...

Ég er þunglynd meððér. Bara ef það skyldi breyta einhverju.

Nafnlaus sagði...

mér finnst þetta skemmtileg færsla svona ekta góð færlsa

Kv.
Sunneva

hallurth sagði...

það hjálpar í raun ekki nema þú eigir áfengi til að gefa mér? ég er að undirbúa helgidagafyllerí, kominn á bjór númer tvö (sem er slakt, en fjandinn, ég borgaði bara fyrir þann fyrsta). svo er það rauðvín. en jújú, það er ágætt að vita að maður er ekki einn um helgidagafyllerí.

hallurth sagði...

og sunneva: djöfull ertu kúl að ná að troða þessu inn á milli.
og hildur, ég meinti auðvitað helgidagaþunglyndi; ég er á leið á helgidagafylleríi

Ásta & allir sagði...

Ég myndi vinna í því að fjölga hornunum á kaffihúsinu ef ég gæti...ekki nóg með það heldur var ostakakan líka búin, hugsaðu þér vonbrigðin sem þú slappst við þar hehe. Það er allavega seinnipartssól núna með rauðvíninu.

Hildur Lilliendahl sagði...

Ég kannast svosem ekki sérstaklega við helgidagaþunglyndi. Það átti bara við í dag fyrir tilviljun. Og þó... það getur vel verið að þetta sé algengt. Í það minnsta er afmælið mitt sífellt tilefni til biturðar og þunglyndis. Sjá: http://minnsirkus.is/userpage/article_view.aspx?user_id=248&article_id=3161

Ég á ekki brennivín handa þér. Því miður. Drekktu vel darling.

hallurth sagði...

hey vá! færslan er ennþá hérna. best að hafa hana.
og takk hildur, ég gerði það svo sannarlega.

Rollerblades at night