24.5.06

Hann skaut sig

Varð vitni að hræðilegu símtali í strætó áðan. Það fór samt fram í mestu vinsemd, enginn æsingur. Það var líklega það sem var svona hræðilegt við það, því umfjöllunarefnið var oftast skreytt tilfinningalitlum orðum um tilfinningarík málefni.
Mér brá strax þegar konan fyrir aftan mig svaraði í símann og sagði, nánast um leið og hún hafði heilsað og áttað sig á því við hvern hún talaði: „Já, hann skaut sig,“ æpti það langt frammí vagninn, hún sat aftast, og þetta óp var svo laust við tilfinningu að ég gat ekki einbeitt mér að bókinni sem ég var að lesa. Samtalið hélt svo áfram á þessum sömu nótum, hún var að tala við strák, þau ræddu manninn sem hafði skotið sig, og áður en mér tókst að ná viðsnúningnum hafði hún spurt: „En hvað er að frétta af þér, ertu búinn að ná þér í rifu? Eitthvað til að setja í?“ Bara sisona. Ég missti meira að segja af því hvar ég var. „En þú verður allavega ekki lessa, ekki úr þessu,“ hélt hún áfram og ég missti samhengi, en hann svaraði henni greinilega með einhverju sem hneyksluðu hana, því risið á henni var lægra næst þegar hún opnaði munninn. „Jæja vinur, það var gaman að heyra í þér.“

Engin ummæli:

Rollerblades at night