30.5.06

Á Hlemmi

Róninn á Hlemmi talaði töluvert hátt og mikið við sjálfan sig. Hugsanlega hefur hann þó ætlað ólánsama unglingnum sem sat við hliðina á honum þessar sögur sem hann þuldi. Hann ætlaði upphaflega að setjast við hliðina á mér, hann vildi það, ég sá það í augunum á honum þegar hann kom út af biðstöðinni, reittur og fúlskeggjaður í svörtum leðurjakka. Þá stóð hann skamma stund og horfði yfir fólkið sem sat á bekknum með mér og ég sá það hvernig hann mældi plássið sitthvoru megin við mig. Mældi út hvort hann gæti sest þar.
En svo fór hann og settist við hliðina á stráknum á hinum enda bekkjarins.
Eina setningu sögunnar endurtók hann nánast eins og möntru: „En ég vil ekkert verða afi, ég vil það ekkert.“

Engin ummæli:

Rollerblades at night