11.5.06

Krúttlega krumpað


Þetta er dálítið krúttlegt ástarbréf. Getið lesið hér hvað stendur í því. Sérlega áhugavert að Darling skuli vera með stórum upphafsstaf. Falleg upphafning. Og fallegar stafsetningavillur í því líka.
Ég hef annars gaman af svona fundnum hlutum. Hvort sem það eru myndir, póstkort, miðar sem hafa verið skrifaðir til einhvers eða hreinlega glasamottur og servíettur á börum sem fólk hefur skilið eftir. Enda finnst mér óskaplega skemmtilegt að skrifa niður eitthvað misgáfulegt og skilja það eftir. Mig grunar bara að meirihluti þess endi í ruslinu.
Sem er kannski bara allt í lagi. Líklega hef ég engan merkilegan sannleik fram að færa.

Það er fullt af síðum á internetinu sem hafa svona hluti til sýnis: Object not found, BigHappyFunHouse, FoundPhotos Journal, 10eastern Foundphotos.
Þekktast þessara fyrirbæra væri samt líklega Found Magazine.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég á enn áritaða bjórmottu þar sem mér er kennt að skála á tékknesku og pólsku, undirritaða af kennurunum ...

hallurth sagði...

jáh! hvernig er það aftur? einhverntímann lærði ég þetta en fékk aldrei skrifað niður.
ég lærði náttúrulega líka fallega frasa eins og 'flott brjóst' á tékknesku og eitthvað álíka nothæft á pólsku.
en er ekki málið að fara bara að leita og vera með í þessu æði (sem raunar gekk yfir fyrir svona tveimur árum)

Nafnlaus sagði...

Na zdraví (tékkn.) og na zdrowie (pól.). Það er borið nokkurn veginn eins fram - nastrovjí, þeir vilja bara ekki stafsetja það eins.

hallurth sagði...

fyndið. ég var einmitt að rífast um þetta N þarna í upphafi núna í kvöld. hinn gaurinn sagði L.
nema hvað, er þetta sami frasi og eitthvað annað?

Nafnlaus sagði...

já ég verð að segja það að bréf eru mun skemmtilegri en tölvupóstur og sms!
Enn þá skemmtilegar að sjá gamlalt handskrifað verð ég að segja.
Eitthver hefur átt sér hobbý að skanna þetta inn, jibbý :)

Rollerblades at night