16.5.06

Lukkulegt

Það getur verið ótvíræður kostur að keyra um á bíl sem kemst ekki sentímetranum hraðar en hundrað kílómetra á klukkustund (og það við allra bestu aðstæður niður mjög bratta brekku, fullur af fólki, með fullan tank af bensíni og eitthvað jafn þungt og hjólsög og steðja í skottinu).
Þetta er sérstaklega kostur þegar maður „þýtur“ framhjá löggunni við mælingar án þess að verða hennar var fyrr en eftir á.

Engin ummæli:

Rollerblades at night