17.5.06

Partíleikir #1

Ókei. Förum í leik. Mér finnst svo gaman að leika mér. Enda það eina sem ég geri.
Förum í leik og allir að vera með. Þetta er myndavélaleikur. Og það skiptir ekki neinu máli hvernig myndavél er notuð: SLR, stafræn, lómó, pappamyndavélar. Mín vegna má nota Polaroid. Það væri reyndar bara kúl.
Förum í leik og allir að vera með. Grípum öll uppáhaldsmyndavélina okkar, næstu myndavél eða bara einu myndavélina sem við eigum, og hlaupum fagnandi útí vorið að taka myndir. Tökum myndir af einhverju sem okkur finnst fallegt, einhverju sem okkur finnst afbrigðilegt, einhverju sem okkur finnst kúl, sem okkur finnst skera sig úr, sem okkur finnst ljótt, ógeðfellt, indælt, töff, þess verðugt, ljóðrænt: Tökum bara mynd af einhverju!
Förum í leik og allir að vera með. Eina skilyrðið að hún sé tekin í Reykjavík. Úthverfi eða miðbænum, Kringlunni eða við höfnina. Mér er alveg sama.
Takið myndina og komið henni til mín. Látið hana heita Reykjavik[nafniðykkar].jpg. Það er kúl. Þið megið senda fleiri en eina. Sendið hana á ímeili, látið mig hafa hana á geisladiski, prentið hana út og sendið mér hana í pósti. Mér er alveg sama. (Þetta síðastnefnda væri reyndar töff, en þá þarf ég einhvernveginn að gera hana meðfærilega og tölvuvæna).
Í dag er 17. maí. Það er rétt rúmlega miðja maímánaðar. Það eru þá fimmtán dagar þangað til það kemur júní. Þessvegna ætla ég að hafa fimmtán daga skilafrest. Þegar klukkan slær tólf á miðnætti þess 31. maí, þegar júnímánuður verður til, þá er leiknum lokið. Þessum leik.
Hey, ef margir verða með og vel tekst til skal ég hafa verðlaun!

Ókei! Allir að vera með. Höfum þetta svolítið skemmtilegt.

13 ummæli:

Bobby Breidholt sagði...

spennó.

Nafnlaus sagði...

ó já... en hvar ætli myndavélin mín sé.

Nafnlaus sagði...

hmmm má ég senda gamla mynd, af thví ad ég er í Danmörku... ?
... ert thú einn dómari?

Nafnlaus sagði...

hvað er í verðlaun?

hallurth sagði...

gummi: jájá, þú mátt alveg senda gamla mynd, en ég var satt að segja að vonast eftir þér í dómnefnd með mér...
dýr: ég er ekki búinn að ákveða þau og vissulega veltur það á þátttöku hversu mikil og falleg þau verða. en auðvitað verður eitthvað sniðugt í verðlaun, lofa því...

Nafnlaus sagði...

Sko...hvers á maður að gjalda? Er Reykjavík allt í einu orðinn eini staðurinn á landinu? Iss ég tek bara fullt af ógeðslega flottum myndum á stað sem er miklu flottari en Reykjavík og þú færð sko ekki að sjá þær! Piff.

Nafnlaus sagði...

verða lika skammarverðlaun??..eg er ekki að pæla fyrir mig samt þvi eg tek alltaf svo goðar myndir en bara að pæla fyrir alla hina...

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar spennandi og ég myndi pottþétt vera með ef ég væri enn í Reykjavík. Ég get ekki einu sinni semt gamlar myndir því ég hef ekki tekið eina einustu mynd í allan vetur. En svona er lífið Sigga mín. Engar hendur, engar kökur! ;)

Nafnlaus sagði...

Þetta var s.s ég, Lilja Laufey! :)

Jonina de la Rosa sagði...

jeij ... skemmtó...jég er með því ég var að fá svo nýja og fína vél... en vídeó er það ógilt.. ???

hallurth sagði...

hmm.... jaaá. myndir í þessum leik. en ég er reyndar svolítið forvitinn að sjá hvernig vídjó með þemanum 'reykjavík' myndi líta út...

Jonina de la Rosa sagði...

það verður bara video þema næst.. í júlí... eða eitthva... bla blabla

Þór Steinarsson sagði...

Ég skal vera með, ég á eina sigurmynd í fórum mínum nú þegar.

Ójá
Þór

Rollerblades at night