8.5.06

...sagði Lilliendahl:

„Þriðjudaginn 9. maí kl. 20:30 er ljóðakvöld á Hressó. Þar leiða saman hesta sína Ljóð.is, Nýhil og List án landamæra. Fjöldi frábærra ljóðskálda með ólíkan bakgrunn koma fram, útgefin og óútgefin, hömluð og óhömluð, fötluð og ófötluð. Hamlanir kvöldsins eru afstæðar, hvort sem er skortur á mætti í fótum eða hamlanir á tilfinningasviðinu.

Ljóðin verða túlkuð jafnóðum af táknmálstúlkum en kynnir kvöldsins er Viðar Þorsteinsson.

Ljóðskáldin sem láta ljós sitt skína á Hressó annað kvöld eru:
Hildur Lilliendahl
Bjarni Bernharður
Hallur Þór Halldórsson
Ásdís Jenna Ástráðsdóttir
Magnús Korntop
Haukur Már Helgason
Skúli Steinar Pétursson
og Björk Þorgrímsdóttir.

Og ykkur er öllum boðið.“

6 ummæli:

Hildur Lilliendahl sagði...

Hermikráka.

hallurth sagði...

sko, ég sagði alveg að þú hefðir sagt! ég er frekar svona eins og ljósritunarvél... sést alveg að þetta er ekki mitt upprunalega.

Nafnlaus sagði...

Ég legg til að við byrjum að kalla ljósritunarvélar hermikrákur ...

Nafnlaus sagði...

TAKK ;)

Nafnlaus sagði...

hahahah þá er hallur ljósritunararhermikráka! gangi ykkur vel í kvöld krakkar! ég þarf víst að sitja heima og leggja lokahönd á próflesturinn :(

Nafnlaus sagði...

ohhh, ég er lesa þetta of seint :( Ég hefði bókað látið sjá mig annars.

Vona að það hafi verið gaman hjá ykkur

Kv. Guðrún Ásta

Rollerblades at night