4.6.06

Augnabliksheimsókn til himna

Hún lítur óneitanlega vel út. Rökkrið og Ísland og svona. Fallegt allt. Snjór og rigning og sól og allt þetta. Reyjkavík sem stórborg; Hlemmur í faðmi skýjakljúfa. Gamla Landsbankahúsið að vinna leiksigur. Hvort þetta líti út eins og Minnesota eða New York hef ég bara ekki hugmynd um, aldrei komið þangað. En þetta er voða fallegt. Leikararnir standa sig alveg ágætlega. Fínir svipir. Aldrei verið sérlega hrifinn af Júlíu Stiles, ekki einu sinni þegar ég sá hana á Kaffibarnum. Þá langaði mig meira til að gera at í henni. Stríð'enni smá, „bara 'ríðenni“ eins og Júgóslavinn í Spaugstofunni sagði um árið. Man ekki hver lék hann, líklega Pálmi. Jeremí Rennes var hinsvegar svolítið kúl á Kaffibarnum. Líka í myndinni. Ekki Baltmákur. Hann er hvergi kúl (nú fæ ég líklega aldrei að fara inn á Kaffibarinn aftur).
Tónlistin var líka góð í Himnaförinni stuttu. Múgíson bregst náttúrulega ekki. Stundum fannst mér reyndar ekkert viðeigandi að hann væri að söngla, en það voru fín lög svo ég fyrirgaf það.
En mikið óskaplega var myndin leiðinleg. Allar setningar voru þvingaðar. Óraunverulegar. Eins og Belja að borða piparsteik með hnífi og gaffli. Og Bernaissósu. Myndi ekki trúa því að fólk tali svona þvingað og kjánalega fyrr en ég myndi hitta það, taka í höndina á því og svona. Ótrúverðugt.
Myndin var leiðinleg og handritið þvingað. Mér leið allan tímann eins og ég væri að hlusta á mynd sem væri þýdd úr íslensku og döbbuð á staðnum. Læv. Bara svona fólk með míkrófóna sem stæði við hliðina og læsi upp það sem ætti að segja. Ferlega takkí.
Og það gerðist ekkert fyrr en alveg í lokin. Maður áttaði sig í raun á öllu því sem líklega hefur átt að koma á óvart, nema viðbrögðum góðhjartaða rannsóknarmannsins. Þessa sem ætlaði sér að bösta tryggingarsvik í gegnum alla myndina. Forests Whitaker.

Það var reyndar eitt atriði í myndinni sem var sérstaklega flott. Þegar íslenskur vörubíll kramdi skottið á gömlum, amerískum sportbíl, og Jeremí Rennes og Júlía Stiles flugu fram af íslenskri bjargbrún og lentu í ísköldu Atlantshafinu súpandi hveljur. Falleg áferð á þessu öllu. Raunar allri myndinni.

En ég get ekki sagt að mér hafi hún þótt allra peninganna virði. Hún hefði örugglega verið ágæt á íslensku, með Þorvaldi Davíð og Álfrúnu Örnólfs eða eitthvað. Ég veit það annars ekki.
Mér fannst hún bara ekki virka.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

held það hafi verið hilmir snær í fóstbræðrum sem hló að börnunum sínum fyrir að "ríða pabba sín"!! fann mig knúna til að leiðrétta feilinn á pálma og hilmi og enn frekar feilinn á spaugstofunni og fóstbræðrum......
...kannski hefur pálmi samt líka djókað svona...

Nafnlaus sagði...

Eins og talað útúr mínu hjarta...svo var eins og það væru engar persónur í myndinni. Bara eitthvað fólk sem sagði eitthvað smá og svo var myndin búin. Án þess að skilja nokkuð eftir sig nema góða tónlist.
Ertu búinn að gera þér grein fyrir því að Beverly Hills er að koma í staðinn fyrir Fraiser?

hallurth sagði...

já kristín (geri fastlega ráð fyrir því að þetta sért þú), var það? voru fóstbræður með svipað grín? ég er samt alveg á því að spaugstofan eða áramótaskaup hafi rokið fram í einhverju svona djóki. júgóslavi í heimsókn hjá eiríki jóns sem var alltaf "ríð'onum" eiríki. en kannski var þetta fóstbræðragrín, ég þekki þá ekki nógu vel.

en þórdís: baberly hills í stað frasier! ég myndi kannski laumast til að horfa á endursýningar um miðja nótt, en ekki nenni ég að eltast við þetta...

Rollerblades at night