4.6.06

Solaris

Inn á milli stóru myndanna sinna gerir Steven Soderbergh tilraunamyndir. Litlar, óháðar, tilraunamyndir. Hann gerði The Limey þar sem Terrence Stamp fór á kostum. Hún var svoleiðis. Einhver íslenski gagnrýnandinn kallaði þá mynd Tjallann, sem er frábær þýðing að mínu mati. Og að sama skapi finnst mér The Limey frábær mynd.
Soderbergh gerði líka Solaris. Ég hef ekki séð Solyaris. Ég sá raunar einhver kynningarplaköt úr henni og mér fannst aðalleikari sovésku myndarinnar alveg hæfilega líkur George Clooney. Og kvenmennirnir í þeim báðum voru líka óskup svipaðir að sjá. En Solaris finnst mér óskaplega góð mynd. Ofsalega exístensjal og þenkjandi eitthvað. Og voðalega falleg að sjá, skemmtilegar klippingar, skemmtilegt notað hljóð, fallegt rennsli og fín ... tónlist. Eða hvað á maður annars að kalla þessi umhverfishljóð sem tilheyra þó ekki myndheiminum (sko strákinn, sem rétt skreið í gegnum þessa kvikmyndafræði). Mig langar að sjá Solyaris, en mig langar að eiga Solaris.
Ég hef annars heilmikið álit á Steven Soderbergh sem leikstjóra.

1 ummæli:

Kári sagði...

'Tjallinn'?

Kannski sami krítíker og kallaði 'The fast and the furious' 'Snöggir og snúðugir'.

Rollerblades at night