Sumarið hefur ekki farið sérlega gæfulega af stað. Rigning og rok, og í þau fáu skipti sem sólin hefur laumað sér fram á sjónarsviðið hefur hitastigið sigið niður að frostmarki. Næturfrost hefur því jafnan fylgt sólskinsdögum.
En við höldum samt ótrauð áfram í Partíleik númer tvö! Ég get hinsvegar ekki, þrátt fyrir upphaflega tilætlan mína, sent fólk útfyrir hússins dyr. Ekki svo mikið allavega. Þess í stað vil ég fá sumarlegustu fundnu myndina. Reglan er einföld: farið í einhverja leitarvél, myndaleit, og skrifið eitthvað orð tengt sumrinu (má vera á hvaða tungumáli sem er) og finnið þá mynd úr því sem ykkur finnst sumarlegust. Sendið mér hana svo ásamt orðinu sem þið notuðuð til að finna hana.
Deddlænið er fjórtándi júlí. Þá á góð vinkona mín afmæli. Næsti partíleikur hefst svo daginn eftir, fimmtánda júlí. En þá eiga líka tvær stelpur sem ég þekki afmæli!
3 ummæli:
Með öðrum orðum: verum bara inni og gúgglum sumrinu
hey en hvað gerist þegar ég á ammli???
já, ásgeir, svona prittí mötsj bara. og guðrún, þegar þú átt afmæli þá ætla ég að halda sjálfum mér veislu, fyrst þú verður ekki á staðnum...
Skrifa ummæli