18.6.06

Ég held með Guus Hiddink!

Brasilíumenn voru bara ekkert miklu betri en Ástralir. Þrátt fyrir að Hallgrímur Helgason hafi verið með einhverjar yfirlýsingar um að Þingvellir yrðu meira spennandi en þessi leikur, þá var bara fullt að gerast. Og ég er ósammála því að fyrri hálfleikur hafi verið eitthvað leiðinlegur. Della.
Nokkuð sammála Rafauganu um visku þessara spekinga í HM stúdíóinu. Þeir eru bara kjánar. Er hinsvegar ekki sammála honum um að Arjen Robben sé eitthvað bestur í fótbolta. Nei, kannski sagði hann það ekki. Hann sagði Robben bestan Hollendinga. En Robben er bara með rjúkandi standpínu. Hann einspilar víst! En er svosum hægt að ætlast til að hann gefi á Nistelrooy?
Gildir einu. Mótið hefur farið vel af stað og ég held með Spánverjum. Of sterkar taugar til Spánar til að losna við það. En Hiddink er pottþétt næstur á eftir með Ástralina sína. Þeir mega vera spútnikklið þessarar keppni, gætu alveg staðið undir því. Þeir og Ghana kannski.
Ástralir bjóða líka upp á Kewell. Liverpool!

Engin ummæli:

Rollerblades at night