9.6.06

Í góða veðrinu

Undir styttunni af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli mætti ég Kristni H. Gunnarssyni. Rétt áður stóð ég á Lækjartorgi og skoðaði eldgamlar myndir af Reykjavík, meðal annars af styttunni af Jóni fyrir framan stjórnarráðið.
Kristinn heilsaði mér, eða svo hélt ég, og nikkaði á móti. Mér þótti ekkert óeðlilegt að alþingismaður heilsaði stórskáldi og ungum þjóðarsóma eins og mér. Svo heyrði ég Sollu gelta fyrir aftan mig. Ég var sumsé umkringdur alþingismönnum, stjórnarandstæðingi og mótmælenda innan stjórnarflokks.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er svo sáttur við þessar myndasýningar í miðbænum. Það verður úr nægu efni að velja ef svipuð sýning verður sett upp eftir 60 ár frá árinu 2006.

P.S. Hvaða leik áttu annars við, sbr. síðuna mína.

Rollerblades at night