17.6.06

Heitirðu Allur?

Stelpan í sjoppunni sem tók niður pöntunina fyrir hjartaáfallið var ekki sérlega djúpþenkjandi. Ég fann það á henni um leið og hún spurði hvort ég gæti aðstoðað. Hún var heldur ekki neitt ótrúlega lífsreynd, og greinilega ekkert þroskuð fyrir aldur fram. Hún var þybbinn og hæg í hreyfingum. Sein til, og þurfti að hugsa allt tvisvar (fannst mér). Mig langaði bara svo í hamborgara. Ég ákvað því að fyrirgefa henni tafsið.
- Já, sagði hún spyrjandi og endurtók pöntunina. Sumsé, hamborgaratilboðið þarna, þetta númer eitt?
- Já, svaraði ég. Og gæti ég fengið kokteilsósu með þessu?
- Uuuh, já.
Ég fylgdist með henni velta því aðeins fyrir sér hvað kokteilsósa væri. Svo áttaði hún sig, leitaði í smá stund, og skrifaði það loks á blaðið fyrir framan sig.
- Hvaða... eh... hvað heitirðu? spurði hún.
- Hallur Þór.
Hún hinkraði, horfði aðeins vandræðalega á blaðið sem hún var að skrifa pöntunina á og svo aftur á mig.
- Heitirðu Allur?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

haha...grey stelpan. En að öðru, áttu nokkuð frönskumælandi frænda sem heitir Einar?

hallurth sagði...

hmm... ekki sem ég man eftir? en ég á frönskumælandi frænku sem á bróður sem heitir einar. virkar það?

Nafnlaus sagði...

Nei, það virkar ekki nema hann hafi fengið frönskukunnáttuna lánaða. Allavega, hann er líkur þér. Hvað er það þá? Þriðji tvífarinn?

Nafnlaus sagði...

Ég held raunar að þetta hafi verið djúpvitur véfrétt sem tók sér svona góðan tíma út af því henni vitraðist að listamannsnafnið þitt ætti að vera Allur

Rollerblades at night