25.6.06

HM

Já, Hollendingar töpuðu, þvert á mína spá. Reyndar gerði ég nú ráð fyrir þessu, ef þið lesið spádómsdálkinn minn sjáiði hvernig. Hinsvegar sé ég eftir Hollendingum. Ég vona, ó, hve ég vona að Van Basten haldi starfinu. Hann er að gera alveg sniðuga hluti með þessum kynslóðaskiptum. Það finnst mér allavega, hef trú á honum.
Hinsvegar sýni ég stuðning minn í verki (eða svoleiðis) og er mættur til vinnu í hollenskri landsliðstreyju með númeri Dennisar Bergkamp. Húrra Holland. Nú er það bara ¡Viva España!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, eru Hollendingar dottnir út segirðu? Það eru sannarlega vonbrigði. Þeir voru einmitt alltaf mitt lið hérna í denn þegar ég fylgdist með. Átti svaka fínt plakat með Dennis Bergkamp í hollenskri treyju.

Rollerblades at night