Ein þjóðsagan fullyrðir að í einni af veiðiferðum sínum hafi Franz Jósef keisari og konungur yfir Austurríki-Ungverjalandi, tekið sér óvænta hvíld hjá fátækum bændum. Bændahjónin áttu ekki sérlega margt í veislumáltíð svo bóndakonan bætti mjólk og eggjum við fjölskylduuppskrift af Holzfallerschmarrn, sem er auðveldur réttur sem mestmegnis er framreiddur úr hveiti og dýrafitu.
Einhverjir halda því hinsvegar fram að yfirkokknum í eldhúsi keisarahallarinnar hafi orðið á einhver mistök þegar hann steikti pönnukökur. Til að hylja þau hafi hann hrært möndlum og rúsínum saman við þær og fleygt yfir herlegheitin flórsykri.
Samkvæmt þjóðsögunni (þó ekki þeirri fyrstu) var rétturinn upphaflega tileinkaður keisaraynjunni Elísabetu. Af rómaðri matvendni (sumir segja raunar að hún hafi þjáðst af anorexíu) þótti henni ekkert til réttarins koma. Það lá því beinast við að nefna hann eftir keisaranum sem, ólíkt frúnni, þótti hann ljúfengur.
Persónulega finnst mér þetta best með eplasósu og fullt af flórsykri.
3 ummæli:
Þetta er náttúrulega langt frá því að vera ætt Hallur minn...
það er bara ekki rétt þórdís! ég eldaði svona í dag og þetta er bara mjög gott. allavega þegar ég gerði það.
-gott í hófi, en ekki það að ég sé mikil hófmanneskja.. Kaiserschmaren = magaverkur!
Skrifa ummæli