Það er í tízku að þykjast einhver annar en maður er, að eiga sér alteregó. Hefur raunar lengi verið í tízku. Svo eru sumir sem þykjast vera einhverjir aðrir en þeir eru, þykjast vera einhverjir sem eru annars til. Svona eins og þegar maður gerði símaöt í gamla daga og þóttist vera vinsælasti strákurinn í skólanum eða eitthvað álíka.
Ég held hinsvegar að málið núna sé að fara að þykjast vera að þykjast vera maður sjálfur?
2 ummæli:
Ertu að tala sem Hallur eða Gilzenegger núna? Eða Gilzenegger að þykjast vera Hallur?
Eða Lilliendahl að þykjast vera Eyvindur Karls að þykjast verað Gillzenegger... að þykjast vera ég?
Skrifa ummæli