Í kvöld tilkynnti fulltrúi frá Morgunblaðinu glaðhlakkalegur í dægurmálaþættinum Ísland í dag að blaðið ætlaði að létta á textanum á blaðsíðum þess. Hans orð voru einhvernveginn á þá leið að hann vildi auka vægi grafíkur og fjölga myndefni í blaðinu. Taka efni sem birtist í sérblöðum og færa það inn á síður blaðsins og fækka þesslags greinum.
Tilætlan þessi er, samkvæmt honum, hugsuð til að halda blaðinu í tísku, að festa það aftur í sessi sem ein helsta upplýsingamiðja íslensks þjóðfélags. Þetta ku vera vilji lesenda blaðsins, og vilji þjóðarinnar allrar.
1 ummæli:
Nei!? Ertu í gríninu?? Andskotans plebbaþjóð....
Skrifa ummæli