Það fer talsvert í taugarnar á mér þegar gjalddagar skuldanna minna eru hafðir í lok mánaðar, og eindagarnir færðir fram yfir mánaðarmót. Það á andskotakornið enginn peninga til að borga skuldir í lok mánaðar; eðli málsins samkvæmt greiðir maður upp skuldirnar sínar um mánaðarmót þegar launagreiðslur fara almennt fram. Væri kannski öðruvísi háttað ef maður fengi greitt vikulega eins og tíðkasti í gamla, gamla daga (fyrir mína tíð semsagt).
Þetta væri í raun hin fullkomna ástæða til að skipta um þjónustuaðila, ef ekki væri fyrir þá sorglegu staðreynd að fyrirtækin sem gera þetta eru ýmist ein um einhverja ákveðna þjónustu, eða að maður hefur (nýlega) bundið viðskipti sín við þetta fyrirtæki til einhvers ákveðins tíma.
Ég fyrirlít græðgi.
En er svosum gráðugur sjálfur...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli